top of page

Að styrkja Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð með því að örva

samskipti og upplýsinga streymi milli félagsins og stofnana, annarra fagfélaga

og almennings.

 

Að stuðla að áframhaldandi þróun og skilningi á Upledger höfuðbeina- og

spjaldhryggjarmeðferð.

 

Að setja staðla um vinnubrögð og gæði við Upledger höfuðbeina- og

spjaldhryggjarmeðferð á Íslandi.

CranioSacral félag Íslands

 

 

CranioSacral félag Íslands var stofnað 17. september árið 2000. Það er systurfélag „Cranio Sacral Society“ í Evrópu og „The American CranioSacral Therapy Association“ í Bandaríkjunum. CSFÍ er fagfélag Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila á Íslandi. 
Markmið félagsins eru:

 

 

 

 

 

 


Yfir 600 meðferðaraðilar á Íslandi hafa hafið nám hjá Upledger stofnuninni og hafa um 130 þeirra tekið tvo áfanga eða meira. Þetta er þverfaglegur hópur sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga, sjúkranuddara og sjúkraliða. Einnig eru margir úr óhefðbundnum meðferðarfögum. 
Aðalfélagar geta þeir orðið sem hafa lokið grunnnámi (CS 1 og CS 2) hjá Upledger stofnuninni. Áfangar til „diploma“ eru fimm og aðeins þeir sem hafa lokið því námi geta gerst skráðir græðarar. Þessir áfangar eru CS 1, CS 2, SER 1, SER 2 og Advanced 1. 
Upledger námið er staðlað, þ.e. kennslan er eins hvar sem er í heiminum og því skiptir ekki máli hvar eða hvenær áfangarnir eru teknir. Allar upplýsingar um námið og næstu námskeið eru á heimasíðu skólans Upledger.is

bottom of page