top of page
Höfuðbeina og spjaldhryggjarkerfið

Það sem átt er við með höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfi, eru þær himnur sem umlykja miðtaugakerfið (heili og mæna) og hafa beinfestu á höfuðbeinum og spjaldhrygg. Innan þessara himna er mænuvökvinn sem nærir og ver miðtaugakerfið. Vegna taktfastrar hreyfingar mænuvökvans, sem talið er að orsakist vegna framleiðslu og frásogs hans, myndast hreyfing á þessum himnum. Þá hreyfingu er hægt að greina með snertingu hvar sem er á líkamanum. Þessi taktfasti sláttur í mænuvökvanum er u.þ.b. 6 - 12 slög á mínútu. 

Vegna festinga himnanna við höfuð- og spjaldbein þjóna þessi bein mikilvægu hlutverki í umgjörð miðtaugakerfisins. Ef spjaldbeinið situr ekki rétt í mjaðmagrindinni, eða höfuðið liggur ekki nákvæmlega rétt á liðflötum efsta hálsliðar, má búast við röngu álagi í himnunum sem umlykja mænuna. Það getur valdið áreiti á allar taugar sem liggja út úr henni og getur valdið hinum ólíkustu einkennum, hvar sem er í líkamanum, því taugarnar þjóna honum öllum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hið sama á við um höfuðbeinin. Höfuðkúpan er samsett úr mörgum beinum, sem eru aðskilin við fæðingu en ná síðan saman og mynda beinsaum sín á milli. Hin hefðbundna skýring er sú að við sjö ára aldur hafi beinin saumað sig saman og séu í raun orðin ein samsoðin heild. Í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er gengið út frá því að beinsaumurinn sé í raun bandvefsliðamót sem bjóða upp á hreyfingu beinanna. Þetta er ekki mikil hreyfing en höfuðkúpan þenst samt út og dregst saman við hreyfingu mænuvökvans. Ef hins vegar einhver hindrun verður á hreyfingu höfuðbeinanna, eða það er röng afstaða á milli þeirra, hefur það áhrif á himnurnar sem liggja fyrir innan og getur aftur haft áhrif á starfsemi miðtaugakerfisins og hinar 12 tvenndir heilatauga. 

Við kjöraðstæður hjá heilbrigðum einstaklingi er ekkert sem hindrar þessa hreyfingu í mænuvökvanum, þar af leiðandi er engin hindrun á milli miðtauga og úttaugakerfis. Margt sem getur þó farið úrskeiðis og myndað hindranir og þar með erting á taugakerfið. Höfuðbein geta aflagast vegna höggs, hnakkabein getur aflagast á efsta hálslið við fæðingu en slík skekkja lagast ekki sjálfkrafa. Mikil staðbundin spenna í bandvef, vegna sjúkdóma, skurðaðgerða, höggs, streitu eða annars konar áfalla getur einnig leitt til spennu í himnunum. 

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið er lífeðlisfræðilegt kerfi.

Það samanstendur af himnum sem umlykja miðtaugakerfið (heila og mænu), þeim

beinum sem himnunar hafa beinfestu á (höfuðbein og spjaldhryggur) og öðrum bandvef

sem tengist himnunum beint. Einnig tilheyrir þessu kerfi heila- og mænuvökvinn sem nærir

og ver miðtaugakerfið, og þau kerfi sem tengjast framleiðslu og frásogi heila- og mænuvökvans. 

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið er nátengt, hefur áhrif á og verður fyrir áhrifum frá: taugakerfinu, stoðkerfinu, æðakerfinu, sogæðakerfinu, öndunarfærakerfinu og kirtlum. 
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið er hálflokað vökvakerfi. Vegna frásogs og framleiðslu á heila- og mænuvökva þá myndast taktföst hreyfing á vökvanum. Þessi taktfasta hreyfing veldur hreyfingu á heila- og mænuhimnum. Þá hreyfingu er hægt að greina með snertingu hvar sem er á líkamanum. Þessi taktfasti sláttur í heila-og mænuvökvanum er u.þ.b. 6 -12 slög á mínútu. 

Vegna festinga þessara himna við höfuðbein-og spjaldhrygg þá þjóna þessi bein mikilvægu hlutverki í þessari umgjörð miðtaugakerfisins. Ef spjaldbeinið situr ekki rétt í mjaðmagrindinni eða höfuðið liggur ekki nákvæmlega rétt á liðflötum efsta hálsliðar, þá má búast við röngu álagi á himnunar sem umlykja mænuna og það getur valdið áreiti á allar taugar sem liggja út frá henni. Slík áreiti geta valdið hinum ólíkustu einkennum hvar sem er í líkamanum því taugarnar þjóna honum öllum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hið sama á við um höfuðbeinin. Höfuðkúpan er samsett úr mörgum beinum sem eru aðskilin við fæðingu. Þau ná saman og mynda beinsaum sín á milli. Hin hefðbundna skýring er sú að við sjö ára aldur hafi beinin saumað sig saman og séu í raun orðin ein samsoðin heild. En í þessari meðferð er gengið út frá því að beinsaumurinn sé í raun bandvefsliðamót er bjóði upp á hreyfingu beinanna. Þetta er ekki mikil hreyfing en höfuðkúpan þenst út og dregst saman við hreyfingu heila- og mænuvökvans. Ef hins vegar einhver hindrun verður á hreyfingu höfuðbeinanna eða röng afstaða er á milli þeirra, þá hefur það áhrif á himnurnar sem liggja fyrir innan og þar af leiðandi á starfsemi miðtaugakerfisins og hinar 12 tvenndir heilatauga. Orsök hindrunarinnar getur verið að finna hvar sem er í líkamanum. 

Við kjöraðstæður hjá heilbrigðum einstaklingi er ekkert sem hindrar þessa hreyfingu í heila- og mænuvökvanum og þar af leiðandi engin hindrun á milli miðtauga og úttaugakerfis. En það er margt sem getur farið úrskeiðis og það myndast hindranir og þar með erting á taugakerfið. Höfuðbein geta aflagast vegna höggs, hnakkabein aflagast á efsta hálslið við fæðingu en slík skekkja lagast ekki sjálfkrafa. Mikil staðbundin spenna í bandvef vegna sjúkdóma, skurðaðgerða, höggs, streitu eða annars konar áfalla getur einnig leitt til spennu í himnunum.

bottom of page