top of page
Bakgrunnur

Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur fengið mikinn meðbyr sem byggist á þeim góða árangri sem náðst hefur með þessu meðferðarformi. Það er háð tilvist lífeðlisfræðilegs kerfis sem þekkt er sem höfuðbeina-og spjaldhryggjarkerfi. Þó mikil rannsóknarvinna og klínisk reynsla búi að baki þróunar höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar er ennþá oft efast um tilvist þess. 

Dr. John Upledger læknir þróaði þetta meðferðarform og byggist það á kenningum Dr. A.T. Still og

Dr. Sutherland sem báðir voru Osteophatar. Dr. Sutherland rannsakaði á fyrri hluta síðustu aldar

uppbyggingu og starfsemi höfuðkúpunnar. Hann grunaði að höfuðbeinin væru hreyfanleg sem

var byltingarkennd hugmynd og í andstöðu við hefðbundna líffærafræði. Með rannsóknum

komst hann ekki eingöngu að því að höfuðbeinin geta hreyfst, heldur uppgötvaði hann einnig

að þau hreyfast reglulega og taktfast. Eftir frekari rannsóknir fann dr. Sutherland út að heilinn

dregst saman og þenst út með reglulegu millibili, um 8 - 12 sinnum á mínútu hjá

„eðlilegum einstaklingi“. Hann sá einnig að samdrátturinn og útþenslan á sér rætur í

hliðarheilahólfum heilans. Innan þessara heilahólfa eru æðaflækjur (choroid plexuses) sem

framleiða heila-og mænuvökva, sem flæðir um og nærir heila og

mænu. Hluti af vökvanum er frásogaður af totum (arachnoid villi) sem eru staðsettar innan

himnukerfi heilans. Dr. Sutherland setti fram þá kenningu að heilinn pumpi heila- og

mænuvökva og orsaki þannig þessa taktföstu hreyfingu. Dr. Upledger efast um þessa skýringu

og telur heilann ekki hafa kraft til þess. Þess í stað setur hann fram þrýstijafnvægiskenningu

þess efnis að framleiðsla heila- og mænuvökva sé hraðari en upptaka hans. Þrýstingurinn af heila- og mænuvökvanum byggist upp að ákveðnu hámarki, þá stöðvast framleiðsla vökvans tímabundið. Á sama tíma er vökvinn sífellt að frásogast sem minnkar þrýstinginn að ákveðnu lágmarki, og þá hefst vökvaframleiðslan að nýju. Þannig er samfelld taktföst hringrás

framleiðslu og frásogs heila-og mænuvökva. 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Höfuðið þenst út þegar framleiðslan er í gangi og dregst saman þegar framleiðslan er stopp. Óháð því hvor kenningin er rétt, þá flæðir heila og mænuvökvi um heilann og niður mænuna og skapar heila- og mænuvökvatakt, sem næmur meðferðaraðili getur þreifað eftir hvar sem er á líkamanum. Það er að hluta til hægt vegna himnukerfis líkamans sem er samhangandi, lagskipt slíður bandvefs sem nær frá hvirfli til ilja. Þó himnurnar beri mismunandi líffræðileg nöfn á mismunandi stöðum líkamans, eru þær í raun einn samhangandi vefur. Þar sem himnan er samhangandi leiðir hún hreyfingu heila- og mænuvökvans og því er hægt að finna taktinn hvar sem er á líkamanum. Hindranir í himnukerfi líkamans (spenna, samgróningar, bólgur, tilfinningaleg vandamál o.fl.) hindra eðlilegt flæði heila- og mænuvökvataktsins. Þannig getur meðferðaraðili greint og staðsett hindranir og mótstöður í líkamanum. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð gengur út á að losa um þessar hindranir. 

bottom of page