top of page

Dr. William Sutherland fæddist í Portagesýslu í Wisconsin árið 1873.

Hann var af verkafólki kominn, faðir hans var járnsmiður og móðir

hans húsmóðir. Hann stundaði nám við American School of Osteopathy

og var nemandi A.T.Still, sem álitinn er faðir osteópatíunnar. 
Sutherland útskrifaðist árið 1898 og stundaði rannsóknir og starfaði,

eins og Still, mest alla ævina í Missouri. 

Sutherland setti fram kenningu um „frumöndun“ (primary respiration)

og var hæddur af kollegum sínum fyrir vikið og stimplaður sem skottulæknir.

Á tímabili birti hann meira að segja verk sín undir dulnefni, svo nærri

honum hafði gagnrýnin gengið. 

Kenningar Sutherlands byggðu á því að það væri flæði í heila- og mænuvökvanum og að miðtaugakerfið væri á stöðugri taktfastri hreyfingu. Hreyfing væri á heila- og mænuhimnum og heilahvelin þendust út og drægjust saman. Jafnframt taldi hann að höfuðkúpan væri samsett úr mörgum beinum og beinsaumarnir á milli þeirra væru í raun liðamót, þannig að bein höfuðsins gætu hreyfst og verið á hreyfingu alla ævi mannsins. Sama gilti um spjaldhrygginn sem einnig hreyfðist í þessum takti. 

Seinni hluta ævinnar hlaut Sutherland uppreisn æru og varð vinsæll fyrirlesari og kennari og ráðgjafi margra í læknastéttinni. Hann kenndi osteópötum endurmenntunarkúrsa og í dag eru margar kenningar hans álitnar líffræðilegar staðreyndir. 

Sutherland lést árið 1954, rúmlega áttræður. 

Höfuðbeinaosteópatía var þróuð sem viðbót við osteópatíu og hluti hennar en ekki sem sérmeðferð. 

Þýtt og endursagt úr mörgum greinum á Netinu. 

bottom of page