Fríðindi meðferðarinnar
Styrkur meðferðarinnar er að hún vinnur með líkamanum og eykur eigin getu hans til að efla starfsemi miðtaugakerfisins. Hún minnkar einnig neikvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnám gegn sjúkdómum.
Einnig felst meðhöndlunin í að losa um spennu, samgróninga, bólgur og aðrar hindranir hvar sem er í líkamanum.
Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur m.a. reynst árangursrík við eftirfarandi:
• Mígreni
• Krónískum háls- og bakverkjum
• Heila- og mænusköðum
• Örðugleikum í stjórnun hreyfinga
• Streitu- og streitutengdum vandamálum
• Kjálka- og bitvandamálum
• Hryggskekkju
• Síþreytu
• Taugavandamálum
• Námsörðugleikum
• Ofvirkni
• Vefjagikt
• Áfallaröskun
• Vandamálum í ónæmiskerfinu
• Vefjavandamálum eftir skurðaðgerðir
• Vanlíðan ungbarna