

Fréttir-Tilkynningar
Skýrsla formanns á aðalfundi félagsins þann 30.04.2025
Kæru félagar
Árið 2024 tókum við þátt í Heimsljóssmessu í Mosfellsbær og tóku félagsmenn þátt í því að veita meðferðir fyrir gesti. Meðferðaraðilar fengu greitt fyrr sína vinnu og verður það einnig á þessu ári. Það var góð mæting félagmanna og dásamleg samvera. Við vonumst til að enn fleiri taki þátt í september næstkomandi.
7 nýjir félagmenn gengu í félagið og fögnum við því, 3 sögðu sig úr félaginu. Félagar í CSFÍ eru því 107 talsins, sem telst nokkuð gott.
Svandís Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að hætta í stjórn og þökkum við henni kærlega fyrir vel unnin störf og góða samveru.
Einnig vil ég þakka henni Jódísi Gísladóttur fyrir sitt starf sem skoðunarmaður reikninga síðustu ár.
Síðast en ekki síst vil ég þakka henni Sigrúnu Sigurðardóttur fyrir sín störf undanfarin ár í siðanefnd .
Við fengum ábendigu frá stjórn Bandalagi Íslenskra græðara, að félagið okkar væri ekki að uppfylla kröfur til að vera aðili að BIG. Var því farið í mikla vinnu varðandi lög félagsins síðustu 3 ár. Í lok síðasta árs fengum við lögmannsstofuna Opus lögmenn til að koma með álitsgjöf hvort CSFÍ væri að uppfylla þessar kröfur og ef ekki, hvað þyrftum við þá að gera til að geta verið áfram aðili að BIG.
Það kom í ljós að það væri nauðsynlegt að gera breytingar á lögunum og það gleður mig mjög að geta sagt að núna er þeirri vinnu loks formlega lokið. Við leggjum því fyrir ykkur þær tillögur að lagabreytingum til samþykktar á þessum aðalfundi.
Þetta er búið að vera mikil vinna og fjölmargir klukkutímar og fundir búnir að vera um þetta mikilvæga mál en ég vona svo sannarlega að þið séuð sátt við þær breytingar sem eru nauðsynlegar fyrir okkar fagfélag og sýnir að við viljum vera fagleg í okkar vinnu með viðskiptavinum okkar.
Það er von okkar í stjórninni að þið séuð sammála því að núna er kominn tími til að félagið fari að gera eitthvað skemmtilegt saman og endilega komið með tillögur og óskir hvað þið viljið að félagið okkar geri fyrir félagsmenn sína. Við tökum fagnadi á móti öllum tillögum og alltaf er hægt að senda okkur tölvupóst með tillögum eða öðru sem þið viljið koma á framfæri.
Stjórnin mun skipa í siðanefnd á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. í siðanefnd þurfa að vera 3 aðilar og tveir varamenn samtals 5 aðilar.
Ef þú hefur áhuga á að vera í þeirri nefnd endilega sendu póst til okkar sem fyrst .
Að lokum vil ég þakka stjórnarmeðlimum núverandi og fyrrverandi fyrir alla þá miklu vinnu og skemmtilegu fundi sem við sem við erum búin að sitja.
Ég veit að öll viljum við og erum sammála um að það sé gott að vera partur af faglegu og heiðarlegu félagi.
Ég hlakka til að eiga skemmtilegt ár með ykkur áfram , takk fyrir.
Ingunn Bjarnadóttir, formaður CSFÍ