top of page

Fréttir-Tilkynningar

Kæru félagar 

 

Nú hefur verið stofnuð ný stjórn og þökkum við fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf.

Mig langar til að kynna lauslega fyrir ykkur hverjar við erum sem tókum við.  Við heitum:

 

Ingunn Bjarnadóttir        Selfoss

Svandís Þorsteinsdóttir    Reykjanesbæ

Jóhanna Þórhallsdóttir     Selfoss

Sif Sigurðardóttir              Selfoss

Ragnhildur Eggertsdóttir  Selfoss

 

Við erum allar búsettar á Selfossi nema Svandís sem býr í Reykjanesbæ.  Við erum allar tiltölulega nýútskrifaðar frá Upledger skólanum á Íslandi og höfum það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á Cranio. Við höfum í samvinnu við Upledger skólann á Íslandi og Yoga Sálir verið að þróa vatnsvinnu í sundlauginni á Selfossi og það gleður mig að segja að það verkefni hefur farið mjög vel af stað og er mikil ásókn að aukast í þannig meðferð hér .

 

Annað verkefni sem hún Erla Ólafsdóttir bjó til er að bjóða upp á cranio meðferð fyrir flóttafólk frá Ukraniu. Þetta verkefni fer vel af stað og er boðið upp á meðferð tvo daga í viku á fyrirfram ákveðnum tímum. Allir meðferðaraðlilar bjóða vinnu sína frítt. 

Hún Svandís Þorsteinsdóttir sér um utanumhald og bókanir, ef þið hafið áhuga á að vera með í þessu fallega verkefni er hægt að senda henni email eða skilaboð á Facebook en þar hefur verið stofnaður hópur með öllum sjálfboðaliðum sem taka þátt í þessu verkefni.

 

Okkur í stjórninni langar til að efla starf þessa félags og leitum til ykkar með tillögur um viðburði eða hvað annað sem ykkur langar til að sjá hér.  Gaman væri að hittast til dæmis í sumar þar sem við getum séð hvort annað og kynnst betur. Einnig gæti verið áhugavert að fá fyrirlesara eða áhugaverð námskeið.  Endilega hjálpumst að við að efla hópinn og gera eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt saman.

Við þiggjum alltaf góð ráð og leiðbeiningar hvað mætti betur fara eða hreinlega gott hrós. 

 

Að lokum langar mig til að minna á síðu upledger.is þar sem öll námskeið eru reglulega auglýst ofl.


 

Fyrir hönd stjórnar Ingunn Bjarnadóttir.

bottom of page