Meðferð í vatni
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð losar um verki, bólgur, spennu og önnur líkamleg vandamál.
Í vatni er meðferðin mun kröftugri en þegar unnið er á meðferðarbekk. Það er manninum eðlilegt að líða vel í vatni sem hefur lengi verið viðurkennt sem ákjósanlegt umhverfi til hverskyns heilunar.
Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð í vatni er kröftugt meðferðarform og árangursríkt, því hæfni meðferðaraðilans nýtist margfalt.
Í vatninu getur þiggjandi meðferðarinnar hreyfst óhindrað eins og í þrívídd. Það þýðir að líkaminn nær að losa um spennu og vandamál sem oft er ekki auðvelt að komast að þegar unnið er á meðferðarbekk. Til að nýta eiginleika vatnsins sem allra best er mun betra að tveir til þrír meðferðaraðilar vinni saman með einn skjólstæðing. Þannig fæst bæði betri stuðningur og dýpri vinna með líkamann.