top of page

Dr. John Upledger stofnaði Upledger Institute í Bandaríkunum árið 1985.


Hlutverk Upledger stofnunarinnar (UI) er að stunda rannsóknir, bjóða upp á meðferðir sérfræðinga og kenna höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og önnur meðferðarform henni tengd. 

Höfuðstöðvar UI eru í borginni West Palm Beach í Flórida í Bandaríkjunum. Einnig eru deildir í öðrum löndum og er umsjón og kennsla hér á landi í höndum íslensku deildarinnar; Upledger Institute Island. (www.upledger.is

Námskeiðin sem boðið er upp á eru í stöðugri þróun og einnig eru ný námskeið sífellt að líta dagsins ljós hjá UI. 

Meðal athyglisverðra námskeiða má nefna námskeið þar sem þátttakendur eru viðstaddir og taka þátt í krufningu. Megináhersla er lögð á bandvef í brjóstkassa og hálsi og einnig hvernig himnur mænu og heila tengjast innbyrðis, festast við höfuðbeinin sem og hvernig þær bregðast við hreyfingu beinanna. 

Önnur ný námskeið eru The Brain Speakes, CST and the Immune Response, Advanced II og III. Þá má nefna námskeið sem eru kennd á Bahamaeyjum og byggja á meðferðarvinnu í hafinu og þeim græðandi öflum sem í því búa. Á Íslandi er einnig boðið upp á meðhöndlun í vatni, bæði námskeið þar sem unnið er í sundlaugum og jarðböðunum á Mývatni.

Þróun allra þessara nýju námskeiða byggir á aðferðarfræðinni í Somato Emotional Release en sú aðferð gerir það að verkum að þeir sem meðhöndlunina hljóta, finna innan frá eigin getu til breytinga á lífi og heilsu. Þannig eru í raun engin takmörk fyrir því hvað gera má til að efla eigin heilbrigði og heilsu. 

Upledger stofnunin
bottom of page