top of page
Bandvefskerfið

Bandvefskerfi líkamans tengir saman alla hluta hans í eina heild. Í raun má líta á bandvefinn sem eitt samhangandi slíður sem nær frá hvirfli til ilja. Hann myndar himnur í heila, slíður um heila, mænu og taugar, æðar, vöðva, bein, líffæri og önnur kerfi líkamans, þar með talið frumur og frumulíffæri. 

Bandvefur er uppbyggður af bæði trefjaefni (kollageni) og teygjuefni (elastíni), sem gerir honum kleift að vera bæði teygjanlegur og dragast saman aftur. Þessir eiginleikar bandvefs gera okkur kleyft að aðlagast hinum ýmsu breytingum sem eiga sér stað í líkamanum, þar með talið margvíslegum skekkjum. Slíkar skekkjur eru samt sem áður álag á bandvefinn sem stöðugt leitast við að fara í rétt horf. 

Bandvefsspenna getur valdið áreiti á mænuslíðrið rétt eins og hún getur verið afleiðing af spennu í mænuslíðrinu. Vegna þess að bandvefur líkamans er ein heild, getur t.d. staðbundin spenna í fæti auðveldlega valdið áreiti í kjálka og öfugt.

bottom of page