top of page
Meðferð fyrir börn

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er góð fyrir alla. Meðferðaraðilinn greinir og metur hvar orsök vandamálsins liggur og meðhöndlar út frá því. Vegna meðferðar á börnum yngri en sjö ára er sérstakt námskeið fyrir meðferðaraðila. 

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að Upledger stofnunin

vill þjálfa meðferðaraðila sína sérstaklega vegna meðferðar

á börnum. Það er meðal annars af því að hjá börnum er

brjósk í stað sumra beina fram eftir barnæsku og þarf

sérstaka nálgun þegar unnið er með þau. 


Einnig er mikilvægt að læra að nálgast börn sérstaklega m.a. af því að oft er það ekki þeirra ákvörðun að fara í meðferð heldur er einhverra annarra, oftast foreldra. Það skiptir miklu máli að meðferðaraðilinn geti sett sig í spor barna og aðstæðna þeirra.

   Meðferðaraðili notar ákveðnar greiningaraðferðir til að finna orsök vandamálsins hjá hverjum og einum og meðhöndlar út frá því, þó reynslan sýni að ákveðnar skekkjur, spennumynstur eða hindranir hafi oft ákveðnar orsakir. t.d. vegna magakveisu, einhverfu, lesblindu, ofvirkni o.fl. 


Þegar talað er um meðferð á börnum má ekki gleyma fóstrum í móðurkvið. Með því besta sem hægt er að gera fyrir móður og fóstur er að veita þeim höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. Það hjálpar þeim að líða vel á meðgöngu og er einnig góður undirbúningur fyrir fæðinguna. 

Það eru ákveðnar aðferðir í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðinni sem er gott að beita í fæðingunni, til að slaka á spennu og minnka sársauka. Einnig er gott fyrir nýburann, eftir að hafa fengið frið með foreldrum til að styrkja böndin, að fá meðferð til að losna strax við mögulega spennu og stíflur sem fæðingin gæti hafa haft í för með sér.

bottom of page