top of page
Bandalag Íslenskra Græðara

Bandalag íslenskra græðara - fyrir hvað stendur það? 
Bandalag íslenskra græðara, eru regnhlífasamtök óhefðbundina meðferðaraðila. Aðildarfélögin eru fagfélög fyrir mismunandi meðferðaraðila sem eiga það allir sameiginlegt að líta á manninn sem eina heild, líkamlega og tilfinningalega. Margar þessara meðferða eiga rætur sínar að rekja árþúsundir aftur í tímann. 

Sameiginlegt heiti félaganna í BÍG er græðari, sem er gamalt og gott heiti yfir lækni. 

BÍG var stofnað 30. nóvember árið 2000. Á stofnfundi voru sex aðildarfélög og á tímabili voru félögin 9. Í dag eru félögin aftur orðin 6. Aðildafélögin eru: CranioSacral félag Íslands, Cranio félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara, Félag heilsu- og lithimnufræðinga, Organon fagfélag hómópata, Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi, Svæðameðferðarfélag Íslands og Shiatsufélag Íslands. 

Markmið Bandalagsins er að samræma grunnmenntunar kröfur fagfélagana, vinna að framgangi óhefðbundina meðferðaforma og vera opinber málsvari þeirra. 

BÍG er aðili að samnorrænum regnhlífasamtökum, Nordisk Samarbejds Komité för ikke-konventionel medisin, skammstafað NSK, en það eru samtök sem vinna að samræmingarmálum varðandi menntun og viðurkenningu á heildrænum meðhöndlunum á Norðurlöndunum. 

Bandalagið er samtök eftirtalinna fagfélaga: 
CSFÍ - CranioSacralfélag Íslands 
Cranio - Félag höfuðbeina- og spjaldhryggjarjafnara 
FÍL - Félag íslenskra lithimnufræðinga 
Organon - Fagfélag hómópata 
SMFÍ - Svæðameðferðafélag Íslands 
SSOVÍ - Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi 

Þeir sem eru fullgildir félagar í framangreindum félögum eru aðilar að BÍG. Alþingi hefur nú samþykkt lög um græðara sem fela m.a. í sér að sett verði á fót frjálst skráningarkerfi græðara. Munu félagsmenn sem skrá sig í þetta skráningarkerfi bera auðkennið skráður græðari, auk fagheitis. 

Til þess að fræðast meir um ofangreind fagfélög er hægt að fara inn á vefsíðu Bandalags íslenskra græðara: www.big.is 

bottom of page