Siðareglur CSFÍ
1. Fullur trúnaður og virðing skal ríkja milli skjólstæðings og meðferðaraðila óháð
þjóðerni,kynþætti,trúarbrögðum,litarhætti,aldri,kynferði,stjórnmálaskoðunum,siðferðis
legum skoðunum og þjóðfélagsstöðu skjólstæðings.
2. Meðferðaraðili er bundinn þagnarskyldu varðandi upplýsingar um skjólstæðinga sína
alla ævi.Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera með leyfi skjólstæðings
eða forráðamanns samkvæmt lagaboði. Allar skýrslur um skjólstæðinga skulu
geymdar þar sem óviðkomandi kemst ekki í þær.
3. Höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð gengur út frá þeirri hugmynd að hægt sé að
vekja líkamann til að lækna (leiðrétta) sig sjálfur og að vekja eigin lækningamátt. Það
er því ekki síður á valdi skjólstæðingsins hver árangurinn verður og því óviðeigandi
að meðferðaraðili eigni sér heiður af árangri.
4. Virðing fyrir sjálfslækningarreglunni felur í sér viðurkenningu á að ein manneskja
getur ekki læknað eða grætt aðra.Meðferðaraðili getur aðeins aðstoðað við að
fjarlægja hindranir og efla eigin lækningamátt skjólstæðings með ábyrgri meðhöndlun
og návist sinni. Loforð og fyrirheit eru því óviðeigandi en þó ber að hvetja til
hæfilegrar bjartsýni.
5. Ef skjólstæðingur er yngri en 18 ára skal samþykki foreldra eða forráðamanns fyrir
meðferðinni liggja fyrir. Ef um er að ræða ungt barn er nauðsynlegt að foreldri
(umsjónarmaður) sé viðstaddur meðferðina. Viðmiðunaraldurinn fer eftir
einstaklingum og skal vera samkomulagsatriði milli foreldra(forráðamanns)og
meðferðaraðila.
6. Meðferðaraðila ber ekki skylda til að veita hverjum þeim sem til hans kemur meðferð.
Meðferðaraðili sem er siðferðilega meðvitaður þekkir glöggt takmörk ábyrgðar sinnar.
Hann veit hvað þarf til að vinna gott meðferðarstarf en taka samt tillit eigin velferðar.
7. CSFÍ félagar eiga að hvetja til þess að tekin sé jákvæð eða hlutlaus afstaða til
annarra meðferðaraðila og hópa.
8. Ef félagsmenn eru í vafa um hæfni sína við ákveðnar aðstæður ættu þeir að hafa í
huga að höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð er örugg ef henni er beitt með þeirri
tækni og samtalsaðferðum sem til er ætlast. Einnig ber að hafa í huga að margt má
læra af nýrri reynslu. Meðferðaraðilar verða einnig að gera sér grein fyrir því hvenær
biðja á um aðstoð eða vísa skjólstæðingi frá.
9. Félagsmaður skal ekki veita meðferð undir áhrifum áfengis,lyfja eða annarra efna
sem slæva dómgreind hans og athygli.
10. Þegar meðferð er veitt skal félagsmaður vera hreinn og snyrtilegur til fara,gæta
hreinlætis í hvívetna og tryggja að húsnæði og búnaður sé í góðu standi.
11. Meðferðaraðila ber að færa sjúkraskýrslur um hvern skjólstæðing. Börn eru ætíð í
meðferð á ábyrgð foreldra.
12. Ekki er hægt að sjá fyrir allar kringumstæður sem vekja siðferðislegar spurningar en
ávallt skal hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi og styðjast eftir aðstæðum við eigið
hyggjuvit og samvisku. Verði félagsmaður var við að annar félagsmaður hafi brotið
gegn siðareglum þessum,ber honum að ræða það við viðkomandi eða yfirmann
hans. Beri ábendingar ekki árangur skal óskað eftir að siðanefnd CSFÍ taki málið til
umfjöllunar.
Samþykkt á aðalfundi þann 30.04.2025