top of page

Dr. John E. Upledger er forseti Upledgerstofnunarinnar

(The Upledger Institute) sem hefur helgað sig náttúrulegri

heilsueflingu og er heimsþekkt fyrir að hafa markað tímamót

í símenntun, rannsóknum og þróun á líkamsmeðhöndlun. 

Allan sinn feril sem læknir og osteópati hefur Dr. Upledger

verið frumkvöðull og ákafur talsmaður rannsókna á nýjum

aðferðum í líkamsmeðhöndlun. Sérstaklega hefur þróun hans

á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð borið hróður hans um

víða veröld. 

Þó Dr Upledger hafi öðlast mestan hluta reynslu sinnar á eigin

störfum og rannsóknum, starfaði hann einnig hjá Osteopathic

College of Michigan State University 1975-1983 sem prófessor í

lífaflsfræði. Þar leiddi hann teymi af líffræðingum, lífeðlisfræðingum og lífefnaverkfræðingum við rannsóknir á tilvist og áhrifum höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfisins. 

Niðurstöður þessara rannsókna útskýrðu hvernig höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið vinnur og hvernig það kerfi kemur að góðum notum við greiningu og meðhöndlun á heila og mænu, sem ekki hafði verið mikill skilningur á. 

Dr. Upledger þróaði höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðina, sem og aðra tengda tækni, út frá þessum niðurstöðum. Þessar aðferðir eru nú kenndar fagfólki um allan heim á vegum Upledgerstofnunarinnar. 

Hann stofnaði Upledger styrktarsjóðinn (The Upledger Foundation) árið 1987 til að ná til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, í þeim tilgangi að bæta heilsu þeirra. Styrktarsjóðurinn hefur helgað sig áframhaldandi rannsóknum og þróun nýrrar meðhöndlunartækni, ásamt kynningu á Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðinni gagnvart almenningi, með almenna heilsueflingu sem markmið. 

Dr. Upledger er í dag forseti Upledger stofnunarinnar, lækningaforstjóri HealthPlex Clinical Services, löggilddur félagi í The American Academy of Osteopathy, heiðursfélagi í the British Society of Osteopathy ogDoctor of Science, Medicina Alternativa. Hann á einnig sæti í ráðgjafahópi á vegum bandaríska heilbrigðisyfirvalda um óhefðbundnar lækningar (The Alternative Medicine Program Advisory Council for the Office of Alternative Medicine at the National Institutes of Health) í Washington, D.C. 

Dr. Upledger hefur ritað fjölmargar bækur og handbækur um höfuðbeina- spjaldhryggjarmeðferð, ásamt hátt á þriðja tug rannsóknargreina. Meðal helstu ritverka hans eru: 
• CranioSacral Therapy 
• CranioSacral Therapy II - Beyond The Dura 
• SomatoEmotional Release and Beyond 
• Your Inner Physician and You 
• A Brain is Born 
• CranioSacral Therapy - Touchstone for Natural Healing 

Þýtt og endursagt af Netinu.

bottom of page